Jæja, jæja...
Haustfagnaðurinn var ágætur. Gísli "Út og suður" gaur var veislustjóri. Hann er á listanum mínum núna yfir most wanted. Hann sagðist vera á móti Húnvetningum, nóta bene ég var eini Húnvetningurinn þarna inni. En ég las nú aðeins yfir hausamótunum á honum eftir skemmtunina og hann baðst afsökunar. Svo var ein stelpa úr skólanum með smá uppistand, ég hef sjaldan hlegið jafn mikið. Þvílíkur húmor.
Ballið fór vel fram. Ég mætti í rauða fína prinsessukjólnum mínum. Og allt gott með það. Nema þegar mín er að hlaupa út í rútu til að komast heim þá dett ég í grjótinu. Sniðugt að hlaupa í háhæluðum skóm og í dragsíðum kjól í hrauninu. Þannig að ég er með 2 hné á hægra fæti, frekar vont. Annars tók ég ekki eftir neinu, það koma sennilegast inn myndir á Varmalandssíðuna.
Sí jú leiter...
Ballið fór vel fram. Ég mætti í rauða fína prinsessukjólnum mínum. Og allt gott með það. Nema þegar mín er að hlaupa út í rútu til að komast heim þá dett ég í grjótinu. Sniðugt að hlaupa í háhæluðum skóm og í dragsíðum kjól í hrauninu. Þannig að ég er með 2 hné á hægra fæti, frekar vont. Annars tók ég ekki eftir neinu, það koma sennilegast inn myndir á Varmalandssíðuna.
Sí jú leiter...
3 Comments:
At 12:53 f.h.,
Nafnlaus said…
Hva, commentar bara enginn ????
At 10:09 f.h.,
Helga Hin said…
Gaman að heyra að þú ert að meika það í skólanum. Og já, ég er sammála þessu með að maður hefði átt að fara miklu fyrr í skóla, bæði er þetta ekki eins erfitt og maður heldur í fyrstu svo er þetta bara alveg ferlega gaman. Ég er allavega alveg að fíla minn skóla - þó svo að ég sé aldursforsetinn í mínum bekk og meðalaldurinn er í kringum 25 ár.
At 8:48 e.h.,
sveina11 said…
Þú ættir að vera í mínum bekk, meðalaldurinn er 30,2, elsti er 58 ára.
Skrifa ummæli
<< Home