Paradise City!

jamms......

mánudagur, september 25, 2006

Jæja, jæja...

Haustfagnaðurinn var ágætur. Gísli "Út og suður" gaur var veislustjóri. Hann er á listanum mínum núna yfir most wanted. Hann sagðist vera á móti Húnvetningum, nóta bene ég var eini Húnvetningurinn þarna inni. En ég las nú aðeins yfir hausamótunum á honum eftir skemmtunina og hann baðst afsökunar. Svo var ein stelpa úr skólanum með smá uppistand, ég hef sjaldan hlegið jafn mikið. Þvílíkur húmor.

Ballið fór vel fram. Ég mætti í rauða fína prinsessukjólnum mínum. Og allt gott með það. Nema þegar mín er að hlaupa út í rútu til að komast heim þá dett ég í grjótinu. Sniðugt að hlaupa í háhæluðum skóm og í dragsíðum kjól í hrauninu. Þannig að ég er með 2 hné á hægra fæti, frekar vont. Annars tók ég ekki eftir neinu, það koma sennilegast inn myndir á Varmalandssíðuna.

Sí jú leiter...

föstudagur, september 22, 2006

Haustfagnaðurinn..

Hann er í kvöld. Vorum í dag í Hriflu að hjálpa við að skreyta og verð ég bara að viðurkenna að þetta lítur bara nokkuð vel út. Við skreytingu var notað hraun, held reyndar að við verðum að skila því aftur á sinn stað, birki, ber, kerti og svartar blöðrur. Þau voru nokkur sem blésu upp 100 blöðrur, þegar ég fór voru 92 eftir.

Svo er bara að sjæna sig því maturinn byrjar klukkan 20:00. Ég vona svo að það verði ætt. Ég hélt að það ætti að vera eitthvað voða ball, en það er dj. Var reyndar að fatta að þau voru víst að reyna að fá Pál Óskar en það stendur að dj Paulito sé að dj-ast. Klár stelpan að sjá í gegnum þetta. Þá lítur allt mun betur út.

Annars leggst skólinn rosalega vel í mig. Hefði átt að vera löngu farin hingað. Það væri nú gaman ef ég myndi setja inn slúður eftir ballið en þið þekkið hvort eð er eiginlega engann hérna. Þá er bara spurning um að halda í vonina um að Aldís geri eitthvað, já eða jafnvel ég....

En við erum svo vel upp aldnar að það er lítil hætta á því.

Enní hjú, Aldís bannað að beila!

þriðjudagur, september 19, 2006

ÚFF!

Þar skall nú hurð nærri hælum.
Ég var í mínu mesta sakleysi á msn á sunnudagskveld sem er svo sum ekki í frásögur færandi nema ég fékk vírus. Hélt ég að ég hefði nú náð að koma honum út úr tölvunni. En nei daginn eftir kom sko annað upp á borðið. Jæja, mín reyndi nú eftir sinni bestu tölvugetu, sem er nú ekki mikil, og handleiðslu tölvukarlanna hér á Bifröst að lækna tölvuna. En allt kom fyrir ekki og versnaði ástand aumingja tölvunnar stöðugt. Strákarnir á vistinni reyndu munn við munn aðferð en hún reyndist árangurslaus. Þá var tekin ákvörðun um að bruna með tölvuna í aðgerð upp á Bifröst. En nei vinnutími tölvukarlanna var að verða búinn og margir sjúklingar á leið í aðgerð á undan minni. Þá var stefnan tekinn á að rjúka norður í land og leita töfralækninga. Töfralæknirinn framkvæmdi neyðaraðgerð á tölvunni og kom henni í stöðugt ástand. Í dag get ég notað þennan yndislega grip, þökk sé mínum elskulega bróður og töfralækni, Hannesi.

Enní hjú...
Það er haustfagnaður á föstudaginn, það er að magnast upp spennan í manni. Meir um það þegar upplýsingar berast í pósti.

þriðjudagur, september 12, 2006

BALL...

Jú, það er ball. Þessi tvö um seinustu helgi voru greinilega ekki nóg. En þetta er alvöru hlöðuball sem er haldið í reiðhöllinni á Blönduósi. Þetta er víst stóðréttarball þeirra sveitunga. Hef ekki hugmynd um hvað kostar inn enda hefur það yfirleitt ekki skipt máli. Hljómsveitin Úlrik er að spila, við munum öll hvað var gaman á páskaballinu heima með þeim, er haggi!

Annars gengur bara glimrandi í skólanum, er að vísu bara búin að fara í 2 bókfærslutíma, en mér gengur bara ágætlega í því. Loksins, gott að fá eitthvað að læra. Ræktin hér er bara góð, það voru keypt ný tæki í sumar. Og nú tekur maður sko á því.

Sjáumst..

mánudagur, september 11, 2006

ÉG......

Nenni ekki að blogga. Bara láta vita af nýjum tenglum, Eva Hlín og Varmalandsvillingarnir. Hið síðarnefnda er blogg sem við æðislega fólkið á Varmalandi ætlum að vera með. Æðislegt, allir búnir að fá password, Pétur ætlaði víst að blogga næstur, þarna koma líka inn myndir frá okkur. Frábært allt saman....

Enní hjú
Síjú leiter....

miðvikudagur, september 06, 2006

Nýnemakvöldið

Var í gærkveldi og mætingin eftir því í morgun. Frumgreinadeildin vann 2 keppnir af 3 og voru liðin nú 4. Laaaangbest eiginlega, líka með langbesta hvatningshópinn. Það var frír bjór og skemmtilegheit. Svo um tíuleytið færðum við okkur yfir á kaffihúsið og þar var ölið teygað, mjög gaman. 2 frumur dönsuðu uppi á borðum, heppni að ekki fór illa. Ég fór nú samt í Varmaland fyrir 1, því klukkan hálftólf var mín komin á klukkuna og farin að telja niðu mínúturnar þangað til ég kæmist í bælið, úff. Hér voru nú nokkrir sambýlingar mínir á stjá til 6 í morgun. Einn hef ég ekkert séð í allan dag. Þá er víst Rockstarpartý hérna í kvöld. Það átti að senda póst á alla í frumunni um það því Skjár einn næst ekki uppi á Bifröst. Pósturinn fór á alla nemendur í skólanum, æ og ó segi ég.

Bless í bili..

sunnudagur, september 03, 2006

Varmaland 14

Já þangað er ég flutt. Þetta verður örugglega ágætis vetur. Ég byrjaði á eftirtektarverðri innkomu.... Mín mætti hálftíma of seint á skólasetninguna, ég var búin að bíta það í mig að hún væri klukkan 15:00. En jæja fólk hefur alla vega tekið eftir að ég var mætt...hhmmm

Svo ætlaði mín að bruna í Varmaland og afferma bílinn. Þessir 15 km leið á milli Bifrastar og Varmalands endaði með klukkutíma löngum bíltúr um sveitina þar sem ég fann ekki Varmaland. Og komst að því í leiðinni að það eru fleiri en ég sem voru búnir að týna Varmalandi, skyldfólk mitt sko....

Dagskráin byrjar á morgun klukkan 9:00. Ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér þangað til....

Kannski ég fari bara út að keyra og villist einhvers staðar ;)