Ó þú.......
Var viðstödd brúðkaup í gær. Auður vinkona mín og Davíð giftu sig í Fríkirkjunni í Reykjavík. Brúðurin var í svörtum kjól, ég veit, ekki það algengasta en hún var engu að síður stórglæsileg. Bergþór Pálsson sög í kirkjunni, fyrsta lagið sem hann söng var Ó þú, enginn elskar eins og þú. Frábær söngvari. Ég var farin að halda að það væri einlægur ásetningur hans að fá fólkið í kirkjunni til að fara að grenja, alla vega átti ég afar erfitt með mig. Því fleiri sem lögin urðu því afmyndaðarði varð ég í andlitinu. En ó svo fallegt og þau ótrúlega falleg saman.
En nóg um það. Fór í hestaferð á föstudaginn. Riðum frá Stóru-Borg yfir hópið og til Þingeyra. Vá, hvað það var gaman. Hefði verið til í að fara með þeim til baka í gær, en komst því miður ekki.
Svo fer kvennareiðin að bresta á, laugardaginn 12 ágúst. Það er kominn hugur í mína....
Ó þú...
En nóg um það. Fór í hestaferð á föstudaginn. Riðum frá Stóru-Borg yfir hópið og til Þingeyra. Vá, hvað það var gaman. Hefði verið til í að fara með þeim til baka í gær, en komst því miður ekki.
Svo fer kvennareiðin að bresta á, laugardaginn 12 ágúst. Það er kominn hugur í mína....
Ó þú...
5 Comments:
At 4:52 e.h.,
Nafnlaus said…
Æji já maður verður alltaf örlítið klökkur í brúðkaupum. Allt svo fallegt og rómantískt :')
At 11:14 e.h.,
Nafnlaus said…
já það verður mjög mikið stuð á okkur á laugardaginn::)
At 11:57 e.h.,
sveina11 said…
Já, það er spurning hvort að það verði ball á Þinghúsinu, við þangað..
At 10:53 f.h.,
Brynja Ósk said…
ÞAÐ verður geeeeeeeðveikt stuð í kvennareiðinni... ertu búin að föndra bleikt og hvítt????
At 12:07 f.h.,
sveina11 said…
Þú sérð um það, Brynja mín...
Skrifa ummæli
<< Home