Paradise City!

jamms......

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Sumarfílingur...

Mínar bara að komast í fíling og verið að plana sumarbústaða/djammferð. Aldrei að vita nema maður dragi einhverja unga pilta með í för. Heitur pottur er skilyrði. Spurning hvort maður leyfi bara fólki að sækja um að koma með.
Skemmtilegheit eru númer 1, 2 og 3. Svo náttla ef að hann Orlando Bloom vinur minn vill koma með, þá get ég eiginlega ekki sagt nei þó að hann sé ekkert sérlega skemmtilegur...

Aldrei að gefa of marga sénsa...

Heiðarleiki er líka stórgóður kostur, eitthvað minna um hann þessa dagana...

föstudagur, apríl 21, 2006

AF HVERJU..

Fer heimurinn ekki eftir mínu höfði? Ég er farin að fá mínar grunsemdir varðandi tilvist jólasveinsins þar sem það er ekki alltaf það sem ég vil eða óskaði mér í pökkunum. Spurning um að koma með eina ósk í viðbót, kannski 2 og athuga með viðbrögð. En ég get ekki sagt hér hvað ég vil í þessa 2 pakka því þá rætist óskin alveg örugglega ekki. Sjáum til.

Annars páskarnir búnir og blessaði skólinn tekinn við, ég gæti gubbað er ekki að nenna þessu.

Kíkti svo á Bifröst á opna daginn til að kynna mér nám og aðstæður. Fékk exsklúsív leiðsögn um svæðið. Hún Aldís var svo góð að sýna mér í alla króka og kima. Og veitti mér líka þessa sérdeilis greinargóðu kynningu á náminu. Takk kærlega fyrir mig, Aldís.

Líst bara mjög vel á námið og pleisið!

Nóg um það....

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Jæja

Páskar á næsta leyti og allir að komast í gírinn. Minni alla á BALLIÐ sem er á föstudaginn á Þinghúsinu með hljómsveitinni Ulrik.
Eitthvað er verið að hugsa um að skella sér á Blönduós á laugardeginum. Bara að þræða böllin um páskana.
Eitthvað var verið að tala um singstar fyrir ball, ha hmmmm.

Spurning með pottaferð??

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Jæja, bara 1 skóladagur í veeðbót.

Þvílík gleði sem það verður að koma heim. Rósin mín er búin að bjóða til kvöldverðar á föstudag og hlakkar mig mikið til. Þetta verður nokkurs konar ríjúníon þar sem hún M stórvinkona mín verður líka í mat. Kallar á mikinn upprifjing, bjór og hvítvín. Spurning um að taka smá singstar í leiðinni. Svo dettum við íða, verðum OFSASÆTAR og förum á karlafar.

Gæti gerst, fyrir utan kannski karlafarið. Það er það eina sem gæti klikkað.
En hvur veit, það er aldrei að vita hvað slæðist inn á staðinn.

Adios mi amigas.

mánudagur, apríl 03, 2006

Bara 4 dagar í viðbót..

og þá byrjar páskafríið. Það stendur yfir í eina og hálfa viku. Hlakka mikið til. Eini ókosturinn er að komast ekki í hreyfingu. En ég hlýt að geta fundið mér einhverja hreyfingu til að stunda þarna. Hjöddan er búin að lofa að taka mann með á hestbak og sonna.

Annars er búið að redda húsnæðisvandamálunum. Minn elskulegi bróðir og hans spúsa grátbáðu mig um að búa hjá sér. Og hvernig gat ég annað en sagt já. Þetta á samt örugglega eftir að vera svolítið furðulegt. Ég og Hannes bróðir höfum ekki búið saman frá því að ég var 11 ára. Það eru nokkur ár síðan það var.

Svo er bara gleði, gleði, gleði.