Paradise City!

jamms......

miðvikudagur, mars 29, 2006

Ísland, best í heimi.

Fegin er ég að vera íslendingur. Því út í Indlandi var þrítugur maður sem í svefni sínum muldraði orðið "talaq". En það þýðir skilnaður á úrdú-máli. Og lög múslima eru þannig að maður þarf einungis að segja "Ég skil við þig" þrisvar sinnum til að fá skilnað. Þetta kvissaðist út þannig að núna þarf maðurinn að fara frá konunni sinni. Þau geta náttúrulega bara gifst aftur, en til að gera það þá segja lögin að þau verði að vera aðskilin í 100 daga og konan þarf að sofa hjá öðrum manni. Þar sem þau vilja ekki framfylgja þessum lögum þá eiga þau á hættu að vera útskúfað frá þeirra samfélagi.

Og ég endurtek, Guði sé lof að ég er íslendingur.

laugardagur, mars 25, 2006

Föstudagskveld í Reykjavíkcity.

Eyddi þessu yndisfagra kveldi að mestu leyti í að fara yfir enskuverkefnið hennar Þorbjargar elsku í MacBeth. Gaman það, er þó ekki alveg búin.
Aldrei þessu vant þá setti ég dvd í tækið, þar sem ég var að passa. Four brothers varð fyrir valinu. Snilldarmynd þar á ferð. Var búin að heyra að hún væri góð, en hún var betri en ég bjóst við. Mæli með henni.

Svo hugsanlega er það bara "the blue lagoon" á laugardagseftirmiðdeginu með fáum VEL útvöldum af minum elskulegu fjölskyldumeðlimum.

Eitt er ég búin að vera að hugsa um. Ætti ég að vera hárgreiðslumódel á mánudaginn fyrir Unika. Það þýðir að hárið væri litað eftir nýjustu tísku, guð má vita hvernig hún er, og KLIPPT eitthvað, veit ekki hvursu mikið. Málið er að mér þykir ofsalega vænt um hárið á mér. Það er að segja síddina á því. Það er búið að taka ágætis tíma að komast í þá sídd sem hárið er í núna.

Vott sjúd æ dú????

miðvikudagur, mars 22, 2006

Hvar..

á ég eiginlega að búa á Hvammstanga í sumar? Fer norður að vinna í sumar en vantar húsnæði!!! Let mí nó if jú nó enníþing!

Jæja Silli, ég bloggaði þó.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Páskafrí..

Páskafríið byrjar eftir 3 vikur, þá er bara að bruna norður og taka æfingar fyrir trúbadorakvöldið. Planið er að ég og Hannes bróðir ætlum að taka nokkur lög saman. Sigrún systir ætlar líka eitthvað að syngja. Pabbi vill endilega að við drögum Magnús líka með í þetta. Hins vegar veit enginn hvort að hann geti sungið, það er kannski ekki fyrir öllu.

Eigum við ekki bara að segja það að Magnús verði með....

mánudagur, mars 13, 2006

Söngvarakeppnin

fór á annan hátt heldur en margan grunaði, og er ég ekki sú eina um þá skoðun. Fékk eitt símtal í dag þar sem viðkomandi var að lýsa undrun sinni á niðurstöðu dómnefndar. Ég var líka mjög hissa. Ég mundi vilja sjá hverjir fengu flest stigin og fá síðan dómnefnd til að útskýra val sitt!

Ja ekki vil ég hafa sömu dómnefnd að ári....

mánudagur, mars 06, 2006

Dans, dans, dans..

Ég var að fá glymrandi góða hugdettu. Í laginu sem ég tek á söngvarakeppninni er smá sönglaus kafli. Er ekki einhver sem býður sig fram í að dansa á sviðinu í þeim kafla? Þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir unga sem aldna einstaklinga til að koma sér á framfæri, miklir atvinnumöguleikar gætu blossað upp. Svo gætu verið verðlaun.....

Ha, koma svo..

laugardagur, mars 04, 2006

Brúðkaup..

Hannes bróðir og Þorbjörg giftu sig í dag 4. mars á 30 ára afmælisdegi Hannesar. Þetta var svona surprize fyrir flest alla. Þetta er búið að vera erfiðasta leyndarmál sem ég hef nokkurn tímann þurft að halda. Ég söng einsöng í kirkjunni án undirleiks, það var ekki fallegt. Það var það eina sem klikkaði við brúðkaupsdaginn þeirra. Reyndar hef ég smá afsökun, ég vaknaði í morgun nánast raddlaus. Því var skundað í hádeginu á Þinghús-bar þar sem Aldís reddaði einu Wiskhey skoti, þvílíkur viðbjóður sem það var. En held að það hafi hjálpað aðeins til.

Ég held að maður haldi bara áfram....