Ísland, best í heimi.
Fegin er ég að vera íslendingur. Því út í Indlandi var þrítugur maður sem í svefni sínum muldraði orðið "talaq". En það þýðir skilnaður á úrdú-máli. Og lög múslima eru þannig að maður þarf einungis að segja "Ég skil við þig" þrisvar sinnum til að fá skilnað. Þetta kvissaðist út þannig að núna þarf maðurinn að fara frá konunni sinni. Þau geta náttúrulega bara gifst aftur, en til að gera það þá segja lögin að þau verði að vera aðskilin í 100 daga og konan þarf að sofa hjá öðrum manni. Þar sem þau vilja ekki framfylgja þessum lögum þá eiga þau á hættu að vera útskúfað frá þeirra samfélagi.
Og ég endurtek, Guði sé lof að ég er íslendingur.
Og ég endurtek, Guði sé lof að ég er íslendingur.