Paradise City!

jamms......

mánudagur, október 31, 2005

Ég held..

Að það séu álög á mér.

Þá er spurningin hver lagði þessi álög á mig?

Og hvernig losna ég við þau???

þriðjudagur, október 25, 2005

Hasar!

Það var sko hasar í vinnunni minni í dag. Það varð bara eitt stykki meiriháttar mengunarslys á bílaplaninu hjá Söluskálanum á Hvammstanga í dag. Dælan á bensínbílnum hjá dælumönnum Skeljungs bilaði, þannig að í staðinn fyrir að slá af sjálfkrafa þegar tankurinn væri orðinn fullur þá hélt hún áfram að dæla. Þá fór að frussast bensín upp úr tveim rörum sem eru við endann á sjálfsafgreiðsludælunum. Samanlagt hafa farið um 200 lítrar af bensíni á húsið sjálft og planið. Til lukku þá höfum við svo myndarlegt slökkvilið á staðnum. Þeir hreinsuðu bensínið á "no time".

Eftir að hafa orðið vitni að þessari hetjulegu björgun hjá slökkviliðsmönnum þá finnst mér frekar heillandi að vera slökkviliðsmaður. Ætti ég ekki bara að hætta við að fara í skóla og gerast "full-time" slökkviliðsmaður?
Nei annars, byrja á skólanum. Svo kannski seinna meir þegar ég er búin að læra og koma mér fyrir einhvers staðar þá er bara að ganga í næsta slökkvilið. Það held ég nú.

Búin að fá fartölvuna. Hún er eiginlega hálf tilgangslaus... Eða alla vega þessa stundina, það vantar allt word og svoleiðis dæmi í hana. En því verður "installað" á morgun.

Fékk eitthvað email eða keðjubréfaemail sent í dag. Og ég þorði nú ekki annað en að senda það strax til að verða ekki fyrir ógæfu og fá gæfu og jarijari. Jæja maður átti að bíða í jafn margar mínútur og aldurinn segði til og þá myndi síminn hringja. (Þetta var svona dæmi þar sem að óskin manns rætist). Ég get sagt ykkur það að það er kominn 5 sinnum minn aldur og engin hringing. Ég er farin að hallast að því að þetta hafi bara verið plat....

Nóg í bili..

þriðjudagur, október 18, 2005

Ég er...

búin að komast að því að það er ekki ég sem er léleg að halda sambandi við fólk. Ákvað nefnilega að gera smá tilraun og hún fór á þann veg sem ég hélt!

Alla vega, er að fara að kaupa mér fartölvu í vikunni, þar sem ég er á leiðinni í skóla eftir áramót. Held ég verði bara guðs lifandi fegin að losna héðan. Það er hvort eð er ekkert að hafa hérna eða gera.

Svo er spennandi næsta helgi, skoða júgur á rollunum í Böðvarshólum. Hef aldrei lent í svoleiðis sveitastörfum áður.

Svo er spurning hvort að ég fái elsku Þorbjörgu frænku til að læra með mér, og þá actually LÆRA í þetta skiptið.

BLE....

fimmtudagur, október 13, 2005

Tónlistarsaga..

Ég var að koma úr fyrsta tímanum í tónlistarsögu sem ég hef getað mætt í síðan ég byrjaði að æfa söng. Var ekki alveg að nenna, en fór nú samt. Ég verð nú bara að segja að mér fannst þetta mjög áhugavert. Í tímanum í kvöld var verið að tala um tónlist, byggingarlist og málverk frá miðöldum. Tíminn leið alla vega hraðar en ég hélt. Og bara við það að sitja þarna í rúman klukkutíma þá áttaði ég mig á því hvað ég sakna þess að vera í skóla. Já, mér leiðist að vera ekki að mæta í tíma. Ég er nú alveg að læra núna, en það bara er ekkert eins og að fá kennslu. Maður skilur allt svo miklu betur. Já ég fer í skóla eftir áramót.

En veit einhver um herbergi eða húsnæði sem ég get leigt gegn vægu gjaldi annað hvort á Akureyri eða í Reykjavík eftir áramót? Það verður nefnilega annað hvort VMA eða FB.

En framundan er vinna í fertugsafmæli hjá Kjartani og Kalla. Það eru blendnar tilfinningar gagnvart því kvöldi, gleði eða kvíði. Fullt fólk á fertugsaldri, ekkert rosalega góð blanda.....

mánudagur, október 03, 2005

Reykjavíkurferðin..

..var sérdeilis prýðileg. Sleppti því sem sagt að fara á stóðréttarballið og fór suður til Auðar og Davíðs. Þar grilluðu þau alveg ótrúlega góðan mat. Enduðum við síðan 3 í partýspilinu, rólegasta drykkjuspil sem ég hef farið í en samt gaman. Svo kíktum ég og Auður út á lífið og ég vil taka það fram að það var ekki bara farið á staði sem ég vildi fara á. Leigubílaferðin kostaði næstum því 2000 kall, vááá hvað verðið hefur hækkað. Og talandi um verð breezer og svoleiðis sull kostar 900 krónur á börunum. Það er greinilegt að olíugjaldið hefur áhrif á fleira en leigubílana. Við sem sagt röltum út um allt aðallega fram og til baka frá Pravda og Kaffi Viktor. Alveg finnst mér ótrúlegt hvað það myndast alltaf löng biðröð á Dubliners. Við héldum að það væri einhver svaka hljómsveit að spila, nei nei það var Smack...

Hittum svo Kidda á króknum og drógum hann með okkur út um allt. Viti menn, ég var á djamminu alveg til 6 eða 7, ha og geri aðrir betur. Svo tók ég eftir því í dag að ég er hálf marin á ristinni. Það steig nefnilega strákur á mig á laugardaginn, ekkert rosalega þægilegt.

En gerðist ekkert á þessu balli???