Það var sko hasar í vinnunni minni í dag. Það varð bara eitt stykki meiriháttar mengunarslys á bílaplaninu hjá Söluskálanum á Hvammstanga í dag. Dælan á bensínbílnum hjá dælumönnum Skeljungs bilaði, þannig að í staðinn fyrir að slá af sjálfkrafa þegar tankurinn væri orðinn fullur þá hélt hún áfram að dæla. Þá fór að frussast bensín upp úr tveim rörum sem eru við endann á sjálfsafgreiðsludælunum. Samanlagt hafa farið um 200 lítrar af bensíni á húsið sjálft og planið. Til lukku þá höfum við svo myndarlegt slökkvilið á staðnum. Þeir hreinsuðu bensínið á "no time".
Eftir að hafa orðið vitni að þessari hetjulegu björgun hjá slökkviliðsmönnum þá finnst mér frekar heillandi að vera slökkviliðsmaður. Ætti ég ekki bara að hætta við að fara í skóla og gerast "full-time" slökkviliðsmaður?
Nei annars, byrja á skólanum. Svo kannski seinna meir þegar ég er búin að læra og koma mér fyrir einhvers staðar þá er bara að ganga í næsta slökkvilið. Það held ég nú.
Búin að fá fartölvuna. Hún er eiginlega hálf tilgangslaus... Eða alla vega þessa stundina, það vantar allt word og svoleiðis dæmi í hana. En því verður "installað" á morgun.
Fékk eitthvað email eða keðjubréfaemail sent í dag. Og ég þorði nú ekki annað en að senda það strax til að verða ekki fyrir ógæfu og fá gæfu og jarijari. Jæja maður átti að bíða í jafn margar mínútur og aldurinn segði til og þá myndi síminn hringja. (Þetta var svona dæmi þar sem að óskin manns rætist). Ég get sagt ykkur það að það er kominn 5 sinnum minn aldur og engin hringing. Ég er farin að hallast að því að þetta hafi bara verið plat....
Nóg í bili..