Paradise City!

jamms......

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Geydís!!

Haldiði að hún Dísa sé ekki bara farin að blogga. Ekki veit maður hvort hún eigi eftir að setja mikið þar inn sökum annríkis, ef þið vissuð það ekki þá er hún oft að drífa sig. En byrjar vel hjá skvísunni, búin að setja mynd inn og læti.

Annars er lítið að frétta af mér, held áfram að hamast í ræktinni, BÍÐ eftir að sjá árangur, þolinmóða ég! Var að fá glænýja rúðu í bílinn minn, sem glansar líka svona rosalega fallega.
Fyrsti söngtíminn var á föstudaginn og ég held mér lítist bara ágætlega á þetta allt saman. Og rúmið kom á föstudaginn og það er ÆÐISLEGT. Ég hef mig varla úr því.
Svo eru réttir á næsta leyti, langar soldið að kíkja á ballið í Ásbyrgi á laugardaginn. Gaman væri að sjá hvernig hún Heiða úr Idolinu stendur sig á balli. Annars var ég að hugsa um að fara í smá drykkjupásu, veit ekki alveg hvernig það heppnast með allt þetta geim sem er framundan..

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Starfsmannadjammið...

Var æðislegt. Byrjað var að fara í smá siglingu með Ákanum og þar var drukkinn fordrykkur. Asti eitthvað, sem betur fer fékk ég bara 2 glös af því annars hefði kvöldið örugglega endað allt öðruvísi. Mér finnst Asti Gancia og solleiðis nefnilega alveg ofsalega gott, það rennur betur niður en vatn. Er mér þá hugsað til verslunarmannahelgarinnar, þar drakk ég ansi mikið af Asti gancia og það endaði líka á sinn stórglæsilega hátt. Var reyndar soldið þröngt á Ákanum en gaman. Svo var komið aftur á Þinghúsið og þar var byrjað að bera fram þennan dýrindismat. Þetta var 3ja rétta dæmi, rosalega gott. Og að sjálfsögðu frír bjór með. Eftir mat var kominn ferðahugur í okkur stöllur og var haldið á Laugenbakken í afmæli til Brynju, og þar var meiri frír bjór. Stoppuðum þar í smá stund og svo var farið aftur á barinn. Það fyrsta sem ég geri þegar ég kem inn er að grípa hljóðnemann og fara í keppni við Valda. Laus við alla hræðslu við að syngja fyrir framan aðra, sem var kannski ekki skrýtið þar sem ég var soldið ölvuð. Vann Valda en held ég hafi tapað fyrir öllum öðrum. Endaði svo með því að læðast bókstaflega heim kl 00:40. Og geri aðrir betur!

Annars þá verslaði ég eitt stykki rúm á mánudaginn, hlakka voðalega til að taka það í gagnið á föstudaginn. Tónlistarskólinn byrjar líka á föstudaginn og fjarnámið. Ooooog keypti líka hnakk í gær. Það borgar sig sko að vinna í Söluskálanum á Hvammstanga. Svimandi há laun maður. En bara bíða eftir föstudeginum, margt skemmtilegt þá......

föstudagur, ágúst 19, 2005

Ingunn Rikk.

Vissuð þið að sambýlingur minn heitir Ingunn Rikk.? Hún er cirka 1,67 á hæð með brúnt hár og augu :). Hún er mjög handlagin, er þessa stundina að glíma við lopapeysu. Hún er mjög vel liðin bæði af samstarfsfólki, vinum og náttúrulega fjölskyldu. Einn af hennar hæfileikum er að hún getur lagst niður og sofnað í 15 mínútur og vaknað með hárið eins og hún hafi lent í raflosti, án þess þó að hreyfa sig meðan á blundi stendur. Hún er þessa stundina á lausu. (Eins og reyndar sambýliskona hennar, ég). Og svo ilmar hún líkla svona vel.
Þetta blogg var sem sagt tileinkað henni Ingunni elsku, þar sem við vorum að ræða um að ég skrifaði ekki nóg um hana hér.
Gjör'svo vel Ingunn mín ;)

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Jessúss og goss...

Ég byrjaði hjá Mikka í gær. Bara búin að fara tvisvar og ég er strax að drepast úr strengjum. Reyndar gat ég ekki teygt á í gær af því að ég var að verða of sein í vinnuna.
Eitt sem mér finnst alveg ótrúlegt, það er aldrei róleg helgi hjá manni. Annað hvort er maður löngu búin að plana að gera eitthvað eða einhver að halda upp á afmæli og svo loksins starfsmannadjamm. Allt eitthvað sem maður getur ekki sleppt. Núna um helgina er hún yndislega Brynja að halda upp á sín 25 ár og ég held Dolli líka. Dolli er nú reyndar ekki búinn að bjóða mér.... Kannski að maður hringi í kallinn til að minna á sig...... Nei nei.
Hlakkar líka soldið til staffadjammsins hjá Þinghúsinu, þar sem cirka hálfur Hvammstangi er að vinna þar þá ætti að verða gaman.
Eeeen hlakka náttúrulega MEST til að fara í afmæli til Brynju!!!!!

mánudagur, ágúst 15, 2005

Heja Norge..............

Jæja nú er sko komið smá babb í bátinn. Haldiði að Ólöf vinkona sé ekki bara næstum því búin að redda manni vinnu út í Noregi og eftir 2 mánuði. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Ég var búin að skrá mig í 4 fög í fjarnám, skráði mig líka í söngnám hjá tónlistarskólanum, ætla að fara að kaupa hnakk og demba mér út í hestamennskuna, kaupa mér nýtt rúm. Allt of mikið plan...
Annars er fyrirhuguð smá roadtrip hjá okkur Hjöddunni, ætlum að bruna á Akranes og hitta M og litla strákinn hennar. Hún átti í dag og var drengurinn 51 cm og 14 merkur.
Svo ætlum við Eydís suður seinustu helgina í Ágúst að djamma. Hverjir koma með???

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Kvennareiðin....

..er núna á laugardaginn og ég fer. En glætan að ég sé að fara að borga 2000 kall fyrir kjöt og kjötsúpu sem ég ætla ekki einu sinni að borða. Kannski maður ætti bara frekar að ríða yfir fjall með Sirrý????? En það er stemningin, að sjá hinar drekka.
Svo veit maður ekki alveg hvort stefnan sé tekin á ball?? Er nefnilega í smá átaki núna, megrun sko, og ætlaði þar af leiðandi að vera edrú um helgina, þar sem að bjór inniheldur svo gígantískt mikið af kaloríum. Eða eins og M segir Karolínum!!! Eeeeeen þegar nær dregur helginni og fiðringurinn að laumast í mann þá skyndilega man ég að það er til ein tegund af bjór sem kallast Lite. Sem er í raun megrunarbjór. Þannig að ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ef ég fer á ball þá dansa ég mjög mikið =líkamsrækt, og drekk megrunarbjórinn =vatnslosandi drykkur svipaður og herbate, og verð fyrir vikið orðin þvengmjó á mánudaginn. Það er í raun óumflýjanlegt að fara á þetta ball ef ég hugsa út í heilsuna.
Svo gæti maður líka hitt einhverja skemmtilega.....
Já svo var að bætast við nýr bloggari, Hulda Signý. Það hljóta að koma krassandi sögur þaðan, um leið og hún lagar bloggið sitt!!

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Jammm.... :)

Jæja söng á Mellow og var eins og spýtukarl. Var svo stressuð að ég gat ekki hreyft mig. Mér var svo gjörsamlega hent beint út í djúpu laugina, hafði aldrei áður sungið í míkrófón og við gerðum ekkert soundtest. Og ég held að við höfum náð 3 æfingum. Mér fannst þetta frekar glatað en æfingin skapar meistarann.
Skellti mér svo í sumarbústað á Blönduósi um helgina. Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að eyða verslunarmannahelginni þar. En það var mjög gaman. Sauna, singstar og heitur pottur, algjört æði. Ég meira að segja söng í singstar (var að vísu orðin kennd). Eeeeen frábært í alla staði!!! :)