Í dag...
eru akkúrat 3 vikur þangað til að ég og Miss Unnur fljúgum út í sólina. Það er ekki laust við að það sé smá stress í manni. Ég vona bara að það reyni enginn að ræna okkur eða peningunum okkar. Þetta verður örugglega allt í lagi. Annars er eiginlega ekkert að frétta, ég og sambýliskona mín ætlum að slaka aðeins á í drykkjunni núna og vera edrú um helgina. Við erum komnar með þann slæma vana að fara alltaf í einhver drykkjuspil sem enda nú yfirleitt ekki vel. Og svo þegar komið er á barinn og allir búnir að vera í drykkjuspili þá er farið í skotin. Og þau eru nú ekki til að bæta ástandið skal ég segja ykkur.......