Jú, þau eru víst á næsta leyti, eftir örfáa klukkutíma....
Sem betur fer er ég búin að öllu. Samt held ég að klukkan 14:15 þá á ég eftir að muna eftir að minnsta kosti 14 hlutum sem ég gleymdi að gera eða kaupa, bara af því að þá verður búið að loka öllu!
Þetta er búið að vera mjög afslappandi kvöld, horfði á Spiderman 2. Af hverju eru ekki til svona ofurhetjur á Íslandi, þarf allt að vera í útlöndum. Það er ekki eins og ég sé þar á hverju ári!! Vantar eina svona hetju hérna. Fékk mér bjór yfir myndinni, og núna eftir einungis 2 öllara þá er eins og ég hafi drukkið kippu, sökum þess að ég er búin að vera vakandi frá því klukkan 06:25, góðan daginn. Það eru ekki allir sem geta vaknað á þeim óguðlega tíma.
Jólagjafirnar maður, held ég hafi aldrei eytt eins miklum pening í jólagjafir áður. Og ég skal segja ykkur það að í mínu tilviki þá borgar það sig ekki að kaupa jólagjafirnar í Október. Nei það er ekki þannig að þá á ég rosa mikinn pening núna. Nei ég kaupi þá bara eitthvað meira til að gefa manneskjunni. Ég vildi að allir væru eins og ég og mundu kaupa mikið mikið í jólagjöf handa mér.
En ætli að það sé ekki ráð að fara að henda sér í bólið.
Ta ta.....