Paradise City!

jamms......

laugardagur, nóvember 20, 2004

Hestafólk....

Í kvöld er truntumannauppskeruhátíð á Hvammstanga. Og ég fer ekki, enda er ég ekki það mikil truntumanneskja. Er reyndar að spá í að kíkja á dansiballið eftir matinn og skemmtiatriðin með henni M. Eins og við vitum öll að þá er M svoddan rokkari að þetta getur bara ekki annað en orðið gaman......
Sigrún og co fóru suður yfir helgina og haldiði að faðir vor hafi ekki bara gripið tækifærið og haldið næstum því partý. Frá 18.00 til cirka 20.00. Það var alla vega blússandi tónlist á heimilinu. Fúsbet kom með geisladisk með ýmsum lögum eins og Lambada, I just called to say I love you og öðrum góðum lögum. Nema hvað þau voru öll spiluð á harmonikku og enginn söngur... Alveg ágætt kannski en ég myndi ekki eyða pening í þetta.
Annars þá eyddi ég klukkutíma áðan í að slétta á mér hárið. Vissuð þið að ég er með frekar mikið og þykkt hár, jessúss og gosss. Þegar að liðið var farið út þá setti ég disk að mínu vali í spilarann. Það var Superhits of the 90´s, þrusugóður diskur með lögum frá Take That og öðrum skemmtilegum, jamm jamm voða fjör á minni.
Jæja ætli maður fari ekki bara að shjæna sig......!

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Nýja vinnan...

Jú hún er mikið betri en Meleyri. Voða fínt að vera búin alltaf klukkan þrjú á daginn. Annars voða lítið að frétta, fór í afmæli um seinustu helgi til Eydísar og Sæu, eins og svo margir aðrir Hvammstangabúar. Og er ég mjög fegin að hafa ekki drukkið bolluna því mjög margir urðu mjöööööööög drukknir, nefni engin nöfn.

Svaf vel út á laugardeginum, fór ekki á fætur fyrr en 4. Svo var dagurinn bara tekinn rólega. Kíkti svo á Sundleikana um kvöldið, það var alveg sérdeilis prýðileg skemmtun. Svo brunuðum við skvísur (ég, Ingunn og Eydís) heim til Ingunnar Rikk og opnuðum öllara. Eydís var reyndar með afganga af bollunni, þar sem hún þurfti að klára síðustu 12 lítrana ellegar lægi það fyrir skemmdum. Kíkti svo á barinn, var bara á gestalista og allt (held reyndar að listinn hafi ekki verið langur). Jú jú þetta var allt saman bara ágætt.

Svo er bara að bíða eftir að blessuð prófin byrji........

mánudagur, nóvember 01, 2004

Skrall...

Ég er hætt í Meleyri. Ætli ég eigi samt ekki eftir að fara þangað einhvern tímann aftur. En í staðinn þá er ég að byrja í Norðan Heiða á miðvikudaginn, það verður örugglega gaman. Maður á alltaf að vera með jákvætt hugarfar.
Fór á Þinghús síðastliðinn föstudag, endaði það kvöld með partýi í einu heimahúsi á Hlíðarveginum. Hef ekki hugmynd um hvað klukkan var þegar ég kom heim, en ég man eftir að hafa labbað heim. Ég mundi um leið og ég vaknaði af hverju ég fer aldrei í eftir partý. Ég verð svo svakalega þunn daginn eftir ef ég fer ekki heim strax eftir barinn. Þvílíkar kvalir, langt síðan ég hef upplifað aðra eins þynnku.
Svo er víst slúttið í sláturhúsinu um næstu helgi, þá býst maður við að Unnur sé á leiðinni á staðinn.