I'm alive!!!
Þótt ótrúlegt megi virðast þá er ég enn á lífi. Eða að minnsta kosti við lífsmark. Ég þarf alltaf að skrifa niður í sérstaka bók hluti sem ég þarf að gera yfir daginn og kemst ég oft ekki yfir það allt. Og í gær þá setti ég meira að segja niður á blað: Skipta um á rúminu. Þar fyrir utan þá hef ég svo rosalega mikið að gera, bæði í lærdómnum og vinnunum, en ég þarf að setja það niður á blað svo ég geri það fljótlega. Reyndar gæti ég verið að gera það núna en ég verð líka að sinna ykkur aðdáendum mínum. Svo þykist ég ætla að fara að mála herbergið mitt. Ég verð heppin ef ég hef tíma eftir áramót.
Strákurinn þeirra Hannesar og Þorbjargar er rosssalega sætur, alveg eins og ég. Með eins dökkt hár og allt.
Jæja núna ætla ég að leyfa mér að fara aðeins í fótabað. Ta ta....
Strákurinn þeirra Hannesar og Þorbjargar er rosssalega sætur, alveg eins og ég. Með eins dökkt hár og allt.
Jæja núna ætla ég að leyfa mér að fara aðeins í fótabað. Ta ta....