Paradise City!

jamms......

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Já, nú er Unglistin í fullu gangi þessa dagana, sem er mjög gott. Fyrir utan það að nú er brjálæði að gera í sjoppunni, sem er gott fyrir Önnu og Kjartan en ekki mig. En ég hugga mig við það að vera í fríi um verslunarmannahelgina. Og þá held ég að ég skelli mér bara á Eina með öllu á Akureyri. En stærsta ástæðan fyrir því að ég fari yfir höfuð eitthvað um versló er svo ég fái að vera í fríi. En langstærsta ástæðan er auðvitað að hitta Helgu Hin og hennar fjölskyldu........

Hestarnir.....
Það gengur bara mjög vel að ríða út, er orðin vel æfð fyrir kvennareiðina sem er 14. ágúst. Það er einmitt líka fríhelgi hjá mér. Svo er planið að kíkja í hestabúð og fata sig upp í reiðmennskuna þegar ég næ að safna einhverjum pening. Svo fer ég reyndar að eiga afmæli og eftir það koma jólin þannig að kannski þarf ég ekki að kaupa það mikið sjálf, eða ég vona ekki.

Fótboltinn...
Æfingarnar hafa verið misvel sóttar og er hugmyndin að fækka þeim jafnvel úr 2 á viku í 1. Það virðast flestar koma á mánudögum, ég reyndar skil það ekki alveg.
Og aldrei hefur það gerst að allar þær sem sögðust ætla að vera með hafi mætt á sömu æfinguna og þær eru nú búnar að vera nokkrar æfingarnar!

Svo er það bara Stomp í Borgarvirki föstudagskvöldið 23. júlí og hlakka ég mikið til. Fólk hefur lofað þetta svo rosalega að ég bara get ekki sleppt þessu. Og ballið með Pöpunum, ég er bara ekkert viss um að ég fari á það. En ef ég væri ekki að vinna á sunnudagsmorguninn þá mundi ég örugglega vera mætt á svæðið manna fyrst. Hvet ég alla til að fara, Paparnir eru ALLTAF góðir.

sunnudagur, júlí 04, 2004

Sérdeilis prýðilegt!!

Já það er sko mikið búið að vera að gera hér í paradæs sití. Jamm, mín barasta alltaf á hestbaki. Svo erum við líka búnar að stofna fótboltafélag og köllum við okkur SKUTLURNAR!! Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum klukkan 18:00 uppi í hvammi. Þetta eru alveg þrælskemmtilegar æfingar. Ég hélt að ég væri nú alveg í ágætisformi, var nú einu sinni að æfa í den með "meistaraflokk kvenna". En ég uppgötvaði á fyrstu æfingu að ég sökka big time í fótbolta, ég hélt ég væri ekki svona rosalega léleg....
Og já nú er tattooið búið að gróa þannig að ég er farin að geta farið í ljós og sund aftur. Jiii, hvað maður getur orðið háður þessu, þetta virkar bara næstum því eins og eiturlyf á mann...
Ballið þarna 19. júní var mjög skemmtilegt, þó ég muni ekki alveg eftir restinni af því. Frétti daginn eftir að það hefði verið Magnús bróðir sem hefði keyrt mig heim eftir ballið, ég man barasta ekki eftir því. Það er kannski ekki skrýtið þar sem ég kláraði ALLT áfengið sem ég hafði keypt og gott betur en það.
Næst á dagskrá er svo bara að æfa sig meira fyrir kvennareiðina 14. ágúst....
Komið gott í bili..