Já, nú er Unglistin í fullu gangi þessa dagana, sem er mjög gott. Fyrir utan það að nú er brjálæði að gera í sjoppunni, sem er gott fyrir Önnu og Kjartan en ekki mig. En ég hugga mig við það að vera í fríi um verslunarmannahelgina. Og þá held ég að ég skelli mér bara á Eina með öllu á Akureyri. En stærsta ástæðan fyrir því að ég fari yfir höfuð eitthvað um versló er svo ég fái að vera í fríi. En langstærsta ástæðan er auðvitað að hitta Helgu Hin og hennar fjölskyldu........
Hestarnir.....
Það gengur bara mjög vel að ríða út, er orðin vel æfð fyrir kvennareiðina sem er 14. ágúst. Það er einmitt líka fríhelgi hjá mér. Svo er planið að kíkja í hestabúð og fata sig upp í reiðmennskuna þegar ég næ að safna einhverjum pening. Svo fer ég reyndar að eiga afmæli og eftir það koma jólin þannig að kannski þarf ég ekki að kaupa það mikið sjálf, eða ég vona ekki.
Fótboltinn...
Æfingarnar hafa verið misvel sóttar og er hugmyndin að fækka þeim jafnvel úr 2 á viku í 1. Það virðast flestar koma á mánudögum, ég reyndar skil það ekki alveg.
Og aldrei hefur það gerst að allar þær sem sögðust ætla að vera með hafi mætt á sömu æfinguna og þær eru nú búnar að vera nokkrar æfingarnar!
Svo er það bara Stomp í Borgarvirki föstudagskvöldið 23. júlí og hlakka ég mikið til. Fólk hefur lofað þetta svo rosalega að ég bara get ekki sleppt þessu. Og ballið með Pöpunum, ég er bara ekkert viss um að ég fari á það. En ef ég væri ekki að vinna á sunnudagsmorguninn þá mundi ég örugglega vera mætt á svæðið manna fyrst. Hvet ég alla til að fara, Paparnir eru ALLTAF góðir.
Hestarnir.....
Það gengur bara mjög vel að ríða út, er orðin vel æfð fyrir kvennareiðina sem er 14. ágúst. Það er einmitt líka fríhelgi hjá mér. Svo er planið að kíkja í hestabúð og fata sig upp í reiðmennskuna þegar ég næ að safna einhverjum pening. Svo fer ég reyndar að eiga afmæli og eftir það koma jólin þannig að kannski þarf ég ekki að kaupa það mikið sjálf, eða ég vona ekki.
Fótboltinn...
Æfingarnar hafa verið misvel sóttar og er hugmyndin að fækka þeim jafnvel úr 2 á viku í 1. Það virðast flestar koma á mánudögum, ég reyndar skil það ekki alveg.
Og aldrei hefur það gerst að allar þær sem sögðust ætla að vera með hafi mætt á sömu æfinguna og þær eru nú búnar að vera nokkrar æfingarnar!
Svo er það bara Stomp í Borgarvirki föstudagskvöldið 23. júlí og hlakka ég mikið til. Fólk hefur lofað þetta svo rosalega að ég bara get ekki sleppt þessu. Og ballið með Pöpunum, ég er bara ekkert viss um að ég fari á það. En ef ég væri ekki að vinna á sunnudagsmorguninn þá mundi ég örugglega vera mætt á svæðið manna fyrst. Hvet ég alla til að fara, Paparnir eru ALLTAF góðir.