Jæja, þá er það komið á hreint. Ég er að fara að flytja norður núna örugglega í maí. Og það þýðir að ég sé að fara að kaupa mér bíl, NÝJAN bíl. Hlakka meira að segja soldið til. Hún Eydís ætlar nefnilega að fara að gera úr mér hestakonu, það verður örugglega erfitt. En það kemur allt með heita vatninu.
En ofboðslega verð ég fegin að losna úr þessari vinnu, váá. Það var einn sem hringdi í morgun og vantaði að fá að vita um einhverja vöru hjá BT, en BT-síðan lá niðri þannig að ég gat ekki séð lagerstöðuna og engin BT-verslun var búin að opna. Maðurinn varð ekkert smá fúll og bað mig bara vinsamlegast að vera ekki að svara símanum ef ég gæti ekkert aðstoðað hann. Ég sagði bara, Allt í lagi góði. Þjónustulundin alveg að drepa mig.
Það er allt að gerast í gestabókinni minni, endilega kíkiði!